Tónleikar til styrktar kórfélaga

Næstkomandi laugardag, 18. maí, klukkan 16:00 verða haldnir styrktartónleikar í Hólaneskirkju á Skagaströnd. Þar munu Skátakórinn og kór Hólaneskirkju leiða saman hesta sína og syngja, bæði hvor fyrir sig og sameiginlega. Tónleikarnir eru til styrktar sex barna fjölskyldu þar sem faðirinn, sem er félagi í kór Hólaneskirkju, berst við langvinnan sjúkdóm.

Stjórnandii kórs Hólaneskirkju er Hugrún Sif Hallgrímsdóttir og kórstjóri Skátakórsins er: Alda Ingibergsdóttir. Undirleika annast Márton Wirth.

Aðgangur er ókeypis en tekið verður á móti frjálsum framlögum. Einnig er hægt að leggja inn á eftirfarandi reikning nr. 161-05-070173, kennitala 6501696469.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir