Tónlistarnemi á Hofsósi skrifar ráðherra
feykir.is
Skagafjörður
21.11.2014
kl. 12.30
Hrafnhildur Karen Hauksdóttir er tíu ára tónlistarnemandi hjá Tónlistarskóla Skagafjarðar, búsett á Hofsósi. Hún er orðin langþreytt á verkfalli tónlistarkennara og tók því til sinna ráða og skrifaði bréf til menntamálaráðherra um málið.
Bréfið frá Hrafnhildi hljóðar svo:
Kæri menntamálaráðherra
Mér finnst mjög leiðinlegt að Tónlistarkennarar séu í verkfalli því að mér finnst svo skemmtilegt í tónlistartímum og nú get ég ekki lært tónlist á meðan þetta verkfall er.
Viljiði fara að drífa ykkur að semja svo að ég geti farið í tíma.
Kær kveðja
Hrafnhildur Karen Hauksdóttir, tíu ára
Í Grunnskólanum austan Vatna Hofsósi og nemi í píanó hjá Sveini tónlistarkennara.