Torskilin bæjarnöfn :: Þröm, austan Sæmundarár

Loftmynd af bæjarstæðinu og túninu á Þröm 28. október 2000. Dragið vestan við bæinn, ofar á mynd, er Þramarmýrin. Mynd úr Byggðasögu Skagafjarðar II. bindi.
Loftmynd af bæjarstæðinu og túninu á Þröm 28. október 2000. Dragið vestan við bæinn, ofar á mynd, er Þramarmýrin. Mynd úr Byggðasögu Skagafjarðar II. bindi.

Ekki tel jeg rjett, að setja nafnið í upphaflega mynd, Þrömr, því kynsbreytingin Þröm er búin að ná festu í málinu, sem ýms önnur orð er líkt stendur á fyrir. Hjer norðanlands virðist kk. beygingin Þrömr vera horfin um 1500.

Í reikningi Reynistaðarklausturs 1525 er ritað Þröm (kvk. í nefnif. eintölu, Dipl. Ísl. IX., bls. 321) og sömuleiðis í Jarðaskrá Þingeyrarklausturs ritað Þröm (í Húnavatnssýslu) sama ár (Dipl. IX., bls. 314). Enn má geta þess, að Í kaupbrjefi fyrir Auðkúlu er skift á ýmsum jörðum, „ásamt Þraumum tveimur“ og hygg jeg að nafnið sje ritað í kvk.fleirtölu þágufalls (Dipl. VIII, bls. 377. Á hinn bóginn kemur fyrir þgf. Þremi (kk.) í Máldaga Víðidalstungukirkju 146l (Dipl. V., bls. 225). Loks í Jarðaskrá Reynistaðarklausturs, árið 1446 (Dipl. IV., bls. 701).

Sýnir þetta, að kynbreyting orðsins hefir náð festu um aldamótin 1500. Nú mun vera sagt Þröm (ekki Þrömr) um alt land. Nafnið er auðskilið. Merkir brún, rönd eða barm, sbr. bæjarnafnið Gilþröm í Strandasýslu, líka talsháttinn, að vera á heljarþröminni (áður -þreminum, sbr. Laxdælu, bls. 158, gilsþreminum). Nafnið á vel við Þröm í Skagafirði. Bærinn stendur á vesturbrún Langholtsáss, þar sem ásnum fer að halla niður að Sæmundará (sjá að öðru leyti um bæjarnafnið Þröm í Safni t. s. Ísl. IV., bls. 525).

Rannsóknir og leiðréttingar Margeirs Jónssonar

Áðiur birst í 43. tbl.  Feykis 2021

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir