Töskur til styrktar Krabbameinsfélagi Skagafjarðar

Handverksfyrirtækið Skrautmen hóf nú í sumar sölu á töskum til styrktar Krabbameinsfélagi Skagafjarðar og hafa viðtökurnar verið mjög góðar að sögn Lilju Gunnlaugsdóttur sem rekur fyrirtækið. Í septemberbyrjun var söfnunin komin í 83.000 kr. sem Lilja lagði inn á félagið og vonar hún að peningarnir muni nýtast vel. Töskurnar eru enn til sölu og verða áfram, á Eftirlæti í Aðalgötu 4 á Sauðárkróki og í netverslun Skrautmena á www.skrautmen.com
Töskurnar eru unnar úr 100% hágæða hör með áprentaðri mynd ásamt setningunni Lífið er núna, sem hvetur fólk til að staldra við og njóta augnabliksins. Myndirnar eru annars vegar af rjúpu og hins vegar af krúttlegri kind í lopapeysu. Hver taska er sérútbúin og eru þær í stærðinni 40×40 cm.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.