Tvær skagfirskar hljómsveitir í Músíktílraunir

Arnar Freyr

Skagfirsku hljómsveitirnar Bróðir Svartúlfs og Frank-Furth eru á leið í Músíktilraunir 2009 sem fram fara um næstu helgi. 40 hljómsveitir komust í gegnum niðurskurð og keppa í undanúrslitum og þær skagfirsku munu keppa sunnudaginn 29. mars.

Á hverju undankvöldi á hver hljómsveit að flytja tvö frumsamin lög. Heildartími þeirra má ekki vera meiri en 10 mínútur. Á úrslitakvöldi flytur hver hljómsveit þrjú frumsamin lög.

Bróðir Svartúlfs

Í hljómsveitinni Bróðir Svartúlfs eru þeir Sigfús Benediktsson, Helgi Sæmundur, Arnar Freyr Frostason og Jón Atli Magnússon af Króknum og Andri Þorvaldsson frá Blönduósi.
Hljómsveitin hefur starfað frá því rétt fyrir bankahrunið mikla og eins og þeir orðuðu það, risu upp úr öskunni. Músíkina sem þeir spila skilgreina þeir sem Nýlírískan kveðskap.

Frank-Furth

Hljómsveitina Frank-Furth skipa þeir Hafsteinn Logi, Reynir Snær, Jón Þór og Alex Már af Króknum og eins og hjá Bróðir Svartúlfs þá er einn frá Blönduósi en hann heitir Grímur Rúnar.
Af hverju Frank-Furth? –Mér datt þetta bara í hug í íþróttafræði. Í minni leti þá kom þetta bara af tilviljun, segir Alex.

Hvernig lög er Frank-Furth að spila? „Kúl og osom lög“ segja þeir en aðallega rokk og við eigum það til að detta í Geirmundarsveiflu.

Þið keppið við  Bróðir Svartúlfs í Músíktilraunum er það ekki glatað? -Nei alls ekki. Við hefðum ekki getað fengið betri keppinauta, segja þessir hressu strákar og töldu í eina Geirmundarsyrpu sem hljómaði vel í eyrum blaðamanns.

Fleiri fréttir