Tveggja bíla árekstur við Húnsstaði

Sex voru fluttir til aðhlynningar á sjúkradeild HSN á Blönduósi. Mynd:FE
Sex voru fluttir til aðhlynningar á sjúkradeild HSN á Blönduósi. Mynd:FE

Tveggja bíla árekstur varð við bæinn Húnsstaði í Húnavatnshreppi upp úr klukkan ellefu í morgun. Kona sem var farþegi í öðrum bílnum var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var konan með höfuðáverka en ekki þungt haldin.

Sex til viðbótar voru í bílunum tveimur og voru þeir fluttir til aðhlynningar á sjúkradeild HSN á Blönduósi og meiðsl þeirra minniháttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir