Tveir Skagfirðingar í Evróvision
feykir.is
Skagafjörður
15.11.2008
kl. 13.57
Tveir Skagfirðingar eiga lög í Evróvision forvalinu sem keppa um að komast í aðalkeppnina sem haldin verður í Moskvu þann 16. maí á næsta ári.
Það eru þau Erla Gígja Þorvaldsdóttir á Sauðárkróki og Óskar Páll Sveinsson brottfluttur Króksari sem náðu þessum frábæra árangri en valnefndin þurfti að velja milli 217 laga. Óskar náði reyndar að koma tveimur lögum inn.
Fjögur lög keppa í senn á fjórum Evróvisionkvöldum í Sjónvarpinu og úrslitin munu ráðast þann 14. febrúar.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Óskar með væna veiði en hann svaraði spurningum í Brottflognir.