Tvö lið á fjölliðamót um helgina og bæði í A riðli
Fyrsta umferð fjölliðamótanna í körfuknattleik heldur áfram núna um helgina og að þessu sinni á Tindastóll tvö lið sem hefja keppni í Íslandsmótinu. Körfuboltaskólinn verður með kennslustund á sunnudaginn, þar sem ekkert mótahald verður hér um helgina.
Strákarnir í 9. flokki hefja leik í A-riðli, eða efsta styrkleikariðlinum. Mótherjar þeirra eru Haukar, KR, Stjarnan og Grindavík. Leikjaplanið þeirra er svona;+
23-10-2010 12:00 | gegn Haukar 9. fl. ka. | - |
23-10-2010 14:30 | @ KR 9.fl kk | - |
24-10-2010 10:15 | @ Stjarnan 9. fl | - |
24-10-2010 12:45 | gegn Grindavik 9.fl kk | - |
Stelpurnar í 7. flokki, sem lentu eftirminnilega í öðru sæti Íslandsmótsins á síðasta tímabili hefja sömuleiðis leik í A-riðli á meðal þeirra bestu. Mótherjar þeirra verða Íslandsmeistarar Keflavíkur, KR og Hrunamenn, eða -stúlkur öllu heldur. Leikjaplan stelpnanna er svona;
23-10-2010 14:00 | gegn Keflavik 7. fl | - |
23-10-2010 15:00 | gegn KR 7. fl | - |
23-10-2010 18:00 | @ Hrunamenn 7. fl. kv. | - |
Þess má að lokum geta að körfuboltaskólinn verður með sína kennslustund á sunnudaginn þar sem ekkert mót er fyrirhugað í Síkinu. Bent er á starfsáætlun kröfuboltaskólans, en hún er uppfærð reglulega. Borce Ilievski er yfirþjálfari körfuboltaskólans og honum til aðstoðar eru leikmenn meistaraflokksins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.