Um 68% fækkun gesta hjá Byggðasafni Skagfirðinga

Glæsilegar konur í Pilsaþyt ásamt Eyjólfi Eyjólfssyni langspilsleikara, Ásmundi Kristjánssyni gullsmið og Guðrúnu Hildi Rosenkjær hjá Annríki, þjóðbúningar og skart. MYND: BYGGÐASAFN SKAGFIRÐINGA
Glæsilegar konur í Pilsaþyt ásamt Eyjólfi Eyjólfssyni langspilsleikara, Ásmundi Kristjánssyni gullsmið og Guðrúnu Hildi Rosenkjær hjá Annríki, þjóðbúningar og skart. MYND: BYGGÐASAFN SKAGFIRÐINGA

Í grein frá Byggðasafni Skagfirðinga sem birtist í Feyki nú í vikunni kemur m.a. fram að heldur hafi verið rólegra á safnasvæðinu nú í sumar en undanfarin ár vegna kórónufaraldursins. Um 12 þúsund gestir hafa heimsótt Glaumbæ og Víðimýrarkirkju það sem af er árinu og er þetta um 68% fækkun miðað við sama tíma í fyrra.

Réði þar fækkun erlendra ferðamanna mestu um. „Það var okkur þó gleðiefni að Íslendingar voru duglegir að heimsækja  safnið í sumar en í fyrra voru Íslendingar um 7% gesta safnsins en í ár um 27%. Tíminn mun svo leiða það í ljós hver staðan verður í árslok.“ segir í greininni.

Brugðist var við breyttu umhverfi í ferðamennskunni með því að draga upp viðburðadagskrá til að hafa líf og fjör á safnsvæðinu í von um að trekkja að fleiri gesti. Nánar má lesa um það í prentútgáfu Feykis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir