Umfagnsmiklar breytingar á embættum lögreglu og sýslumanns
Um áramótin tóku gildi breytingar á lögreglulögum nr. 90/1996 sem hafa í för með sér að fullan aðskilnað milli sýslumanna og lögreglu. Lögreglan á Blönduósi og lögreglan á Sauðárkróki hafa nú verið sameinaðar í Lögregluna á Norðurlandi vestra og embætti sýslumannanna á Blönduósi og Sauðárkróki einnig sameinuð í embætti Sýslumannsins á Norðurlandi vestra.
Samkvæmt vefnum Lögreglan.is er um að ræða einhverjar umfangsmestu breytingar í sögu lögreglunnar á skipulagi hennar. Í þeim umdæmum landsins þar sem sýslumenn voru jafnframt lögreglustjórar var þeim skipt upp í sjálfstæð umdæmi lögreglu og sýslumanna og nýir lögreglustjórar og sýslumenn skipaðir í þeim. Umdæmum lögreglu var jafnframt fækkað úr 15 í 9 og lögreglustjórar fara fyrir hverju þeirra.
Lögreglustöðin á Norðurlandi vestra er á Suðurgötu 1 á Sauðárkróki. Opnunartími er 08:00-15:00 og þjónustusími/sími er 4440700. Lögreglustjóri er Páll Björnsson.
Engin áhrif á opnunartíma eða þjónustu
Samkvæmt fréttatilkynningu frá sýslumanni hefur sameining sýslumannsembættana ekki áhrif á opnunartíma eða þá þjónustu sem veitt hefur verið. Sýslumaður er Bjarni G. Stefánsson, staðsettur að Hnjúkabyggð 33, á Blönduósi. Símanúmer verður 458-2500 og ný kennitala 660914-0990 og netfangið verður nordurlandvestra@syslumenn.is.
Hið nýja embætti mun taka til starfa mánudaginn 5. janúar 2015 en lokað var í dag, 2. janúar, vegna umfangsmikilla tölvukerfiskerfisbreytinga hjá ríkinu vegna umdæmabreytinganna. Átti þetta við um öll sýslumannsembætti landsins.