Umfang mengunar vegna bensínleka skoðað á Hofsósi
feykir.is
Skagafjörður
14.01.2020
kl. 10.24
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Svf. Skagafjarðar sem haldinn var í gær var lögð fram til kynningar bókun byggðarráðs varðandi tillögu um vettvangsferð í Hofsós til að skoða umfang mengunar í jarðvegi vegna bensínleka sem varð úr tönkum N1 og komst upp í desember.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 9. janúar sl. að óska eftir fundi með heilbrigðisfulltrúa og formanni heilbrigðisnefndar og í kjölfar þess fundar verði farin vettvangsferð og í framhaldi óskað eftir fundi með forsvarsmönnum Olíudreifingar ehf. og N1 ehf. Fram kemur að umhverfis- og samgöngunefnd leggi áherslu á að mál þetta leysist sem fyrst.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.