Umferð gengur vel í fyrstu hálku vetrarins
Tvö umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi í gær sem rekja má til hálku en það sem af er degi gengur umferðin óhappalaust. Jörð var hvít í morgun þegar íbúar í Austur Húnavatnssýslu fóru á fætur en er nú óðum að grænka. Á Sauðárkróki er enn allt hvítt og snjóar en umferð hefur gengið slysalaust en lögreglan hvetur fólk að fara að öllu með gát.