Umhverfis- og tiltektardagar á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
29.05.2019
kl. 10.52
Umhverfis- og tiltektardagar standa nú yfir á Blönduósi. Hófust þeir í gær og lýkur á morgun, fimmtudaginn 30. maí. Bæjarbúar og fyrirtæki eru hvött til að fara yfir sitt nánasta umhverfi og hreinsa til og jafnvel að plokka opin svæði í bænum með frjálsri aðferð.
Boðið er upp á að garðaúrgangur verði sóttur. Þeir sem þess óska geta haft samband í síma 844-9621 í dag, miðvikudag, frá kl. 15:00 til kl 20:00. Þá verður gámasvæðið opið aukalega á morgun, fimmtudag, frá kl. 13:00 - 17:00.
Að lokinni tiltekt er bæjarbúum boðið að mæta með góða skapið við félagsheimilið klukkan 18:00 á morgun, uppstigningardag, en þar ætlar sveitarstjórn Blönduósbæjar að grilla fyrir bæjarbúa.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.