Umhverfistúlkun á Hólum
Á dögunum kom Sigþrúður Stella líffræðingur og fyrrverandi þjóðgarðsvörður til Hóla og kenndi nemendum hugmyndafræðina á bakvið náttúrutúlkun. Ekki var látið þar við sitja heldur spreytti fólk sig á að beita henni og voru nemendur ýmist stjórnendur eða þátttakendur í því ferli.
Umhverfistúlkun eða náttúrutúlkun er óformleg fræðsla sem er meðal annars miðlað á vinsælum útivistarsvæðum víða um heim. Á Íslandi hefur umhverfistúlkun meðal annars verið notuð af landvörðum á friðlýstum svæðum. Áhersla er lögð á verndun hinnar einstöku auðlindar (venjulega náttúrunnar) annars vegar og aukinn skilning og jákvæða upplifun gestsins hins vegar.
Fleiri myndir má sjá hér en myndirnar tók
umsjónarmaður námskeiðsins Gönguferðir og leiðsögn, Stefán Helgi Valsson