Umhverfistúlkun á Hólum
feykir.is
Skagafjörður
16.04.2009
kl. 09.49
Umhverfistúlkun eða náttúrutúlkun er óformleg fræðsla sem er meðal annars miðlað á vinsælum útivistarsvæðum víða um heim. Á Íslandi hefur umhverfistúlkun meðal annars verið notuð af landvörðum á friðlýstum svæðum. Áhersla er lögð á verndun hinnar einstöku auðlindar (venjulega náttúrunnar) annars vegar og aukinn skilning og jákvæða upplifun gestsins hins vegar.
Á dögunum kom Sigþrúður Stella líffræðingur og fyrrverandi þjóðgarðsvörður til Hóla og kenndi nemendum hugmyndafræðina á bakvið náttúrutúlkun. Ekki var látið þar við sitja heldur spreytti fólk sig á að beita henni og voru nemendur ýmist stjórnendur eða þátttakendur í því ferli.
/Hólar.is