Umsækjendur um stöðu sveitarstjóra á Skagaströnd

Frá Skagaströnd. Mynd: Skagastrond.is
Frá Skagaströnd. Mynd: Skagastrond.is

Níu nöfn bættust við hóp umsækjendua um stöðu sveitarstjóra á Skagaströnd sem auglýst var að nýju í ágúst. Umsóknarfrestur rann út þann 27. ágúst og hefur sveitarstjórn unnið að því undanfarið að ræða við valda einstaklinga úr hópnum.

Þeir sem sóttu um í seinni umferð voru:

Alexandra Jóhannesdóttir
Arnar Kristinsson
Gerður Ólína Steinþórsdóttir
Guðbrandur Jóhann Stefánsson
Heimir Eyvindsson
Kristinn Óðinsson
Jón Sigurðsson
Snorri S. Vidal
Sveinbjörn Freyr Arnaldsson 

Nöfn þeirra umsækjenda sem sóttu um fyrr í sumar og hafa ekki dregið umsókn sína til baka eru: 

Gunnólfur Lárusson
Hjörleifur H. Herbertsson
Ingimar Oddsson
Kristín Á. Blöndal
Linda B. Hávarðardóttir
Ragnar Jónsson
Sigurbrandur Jakobsson

Að sögn Halldórs G. Ólafssonar, oddvita á Skagaströnd, standa vonir til að hægt verði að ganga frá ráðningu í stöðuna fljótlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir