UMSS 100 ára
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
11.11.2010
kl. 09.03
Ungmennasamband Skagafjarðar ætlar að halda upp á 100 ára afmæli sitt laugardaginn 13. nóvember nk. í Húsi frítímans á Sauðárkróki og býður alla velkomna að þiggja veitingar.
Hrefna G. Björnsdóttir formaður UMSS setur samkomuna klukkan 14:00 en eftir það verður stiklað á stóru í 100 ára sögu UMSS, ávörp flutt sem og tónlistaratriði.