Undankeppni Stíls 2014 - Myndir

Á þriðjudagskvöldið fór fram undankeppni Stíls 2014 í Húsi frítímans. Það var félagsmiðstöðin Friður í Skagafirði sem hélt keppnina og að þessu sinni mættu til leiks tvö lið, bæði úr Varmahlíð og nærsveitum. Þema keppninnar í ár er tækni.

Hvert lið er skipað fjórum liðsmönnum og þar af er eitt módel. Keppt er í fatahönnun, förðun og hárgreiðslu. Það var liðið Stíl potaoes sem bar sigur úr býtum og tekur því þátt í Stíl 2014 í Hörpunni þann 29. nóvember næstkomandi. Dómnefndina skipuðu þær Lilja Gunnlaugsdóttir, eigandi Skrautmens, Jónína Róbertsdóttir, eigandi Klippiskúrsins og Ásta Búadóttir heimilisfræðikennari í Árskóla.

Meðfylgjandi myndir tók Kristín S. Einarsdóttir, blaðamaður hjá Feyki.

Fleiri fréttir