Undirbúningur landsmóts 2010 hafinn

Fullrúra hestamannafélagsins Þyts komu á dögunum til fundar við Byggðarráð Húnaþings vestra og forstöðumanni tæknideildar, en félagið hafði óskað eftir þessum fundi vegna fyrirhugaðs Íslandsmóts barna, unglinga og ungmenna árið 2010.
Á fundinum var farið var yfir drög að hugmyndum um tengingu hesthúsahverfis og vallarsvæðis félagsins með byggingu reiðleiða og ræsis yfir Ytri-Hvammsá. Fulltrúar félagsins lögðu áherslu á að unnið verði að þessum tengingum á árinu 2009 og telja þær mjög mikilvægar gagnvart framkvæmd fyrirhugaðs móts.
Í framhaldi af fundinum fól byggðarráð tæknideild að vinna áfram að gerð hönnunar, framkvæmda- og kostnaðaráætlunar.
Jafnframt var á fundi byggðaráðs lagt fram bréf frá Þyt  þar sem óskað er eftir auknu fjármagni til byggingar reiðhallar, framkvæmda á félagssvæði Þyts vegna Íslandsmóts barna, unglinga og ungmenna árið 2010 auk þess sem umhirðusamningur verði tekinn til endurskoðunar. Erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2009.

Fleiri fréttir