Unglingamót UMSS í sundi
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
30.10.2008
kl. 11.42
Vegna tæknibilunar í vélbúnaði varð auglýsing frá UMSS ólæsileg í Sjónhorninu. En þar segir frá því að unglingamót UMSS í sundi verði haldið í Sundlaug Sauðárkróks laugardaginn 1. nóvember kl. 13.30.
Auglýsingin hljóðar svo:
Unglingamót UMSS í sundi verður haldið í Sundlaug Sauðárkróks laugardaginn 1. nóvember kl. 13.30.
Upphitun hefst kl. 13:00. Skráningar og nánari upplýsingar fást hjá Lindu Björk Ólafsdóttur í síma 690-5228
Að loknu sundmóti verða kaffiveitingar og verðlaunaafhending í Vallarhúsi íþróttavallar.
Ungmennasamband Skagafjarðar