Unglingaráð auglýsir eftir búningum
Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls auglýsir eftir ómerktum Tindastólsbúningum sem lánaðir voru til einhverra iðkenda á síðasta tímabili. Unglingaráð hefur átt þrjú búningasett til að lána út, ef einhverjum vantar, en þeir skiluðu sér ekki eftir síðasta tímabil.
Unglingaráð óskar eftir því við þá foreldra og iðkendur sem kannast við að hafa fengið búningana lánaða, að leita að þeim og koma þeim í vörslu unglingaráðs aftur þar sem þeirra er sárt saknað.
Hægt er að skila búningunum til Kalla og Helgu Dóru á skrifstofu Sjóvá/Deloitte eða upp í skóla til Önnu Steinunnar eða Kára Mar
Þá minnir ráðið á að á morgun fimmtudag verða engar æfingar í íþróttahúsi vegna dansmaraþons.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.