Ungverskir háskólakennarar í heimsókn á Hólum

Háskólakennararnir í heimsókn sinni á Hólum. Mynd: Hólar.is

Ellefu manna hópur háskólakennara frá Ungverjalandi dvaldi á Hólum í tvo daga undir lok síðustu viku. Fólkið kom frá tveimur skólum: University of Szeged og Szolnok University College. Fræðasvið þeirra er ferðamál í dreifbýli. Hópurinn fékk styrk til þess að fara í tveggja vikna námsferð til Noregs og Íslands.

 Guðrún Þóra Gunnarsdóttir deildarstjóri ferðamáladeildar Háskólans á Hólum og Edvard Huijbens hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála á Akureyri skipulögðu heimsóknina hérlendis. Á Hólum fóru Ungverjarnir í staðarskoðun og kynntu sér staðinn, einkum kynntu þeir sér starfsemi Háskólans á Hólum auk þess sem þeir fengu fyrirlestra frá okkar sérfræðingum. Jafnframt sögðu gestirnir heimamönnum frá eigin rannsóknum og störfum.

Heimild: holar.is

Fleiri fréttir