Uppreisa sækir um lóðir

Uppreisa byggingafélag hefur óskar eftir lóðunum Smárabraut 7 og 9 á Blönduósi en samkvæmt fundagerð skipulags-, byggingar- og veitunefndar frá 11. október var afgreiðslu erindisins frestað.

Samkvæmt úthlutunarreglum byggingalóða hjá Blönduósbæ er skylt að auglýsa lóðirnar opinberlega lausar til umsóknar. Ekki er búið að auglýsa ofangreindar lóðir og á þeim forsendum er erindinu frestað þar til umsóknarfrestur á auglýstum lóðum er liðinn.

Samkvæmt heimasíðu Upprerisu er félagið með nýbyggingu í smíðum að Garðabygð 10 á Blönduósi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir