Uppskeruhátíð á mánudaginn

Uppskeruhátíð yngri flokka Tindastóls í körfuknattleik, verður haldin mánudaginn 8. júní n.k. í íþróttahúsinu og hefst hún kl. 17.30.

Á hátíðinni verða veitt verðlaun fyrir mikilvægasta leikmann hvers flokks frá minnibolta eldri og upp úr, mestar framfarir og fyrir áhuga og ástundun. Allir þeir sem æfðu í míkróbolta og minnibolta yngri, eða 1. - 4. bekkur, fá þátttökuverðlaun.

Þá verður brugðið á leik og pylsur grillaðar ofan í hópinn.

Æfingar verða í 1/3 salarins í íþróttahúsinu.

Fleiri fréttir