Uppskeruhátíð búgreinafélaga og hestamanna
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
12.11.2014
kl. 09.21
Uppskeruhátíð hestamanna og búgreinafélaganna í Austur-Húnavatnssýslu verður haldin laugardaginn 22. nóvember næstkomandi í Húnaveri. Veislustjóri verður Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssambands sauðfjárbænda. Hljómsveitin Demó leikur fyrir dansi fram á rauða nótt.
Húsið opnað klukkan 19:30 með fordrykk í boði SAH Afurða og borðhald hefst klukkan 20:30.Miðaverð er 6.900 krónur. Skráningu lýkur mánudagskvöldið 17. nóvember næstkomandi.
Miðapantanir:
Guðrún Guðmundsdóttir s. 452 7146 / 862 1244
Oddný María Gunnarsdóttir s. 893 1813
Haukur Suska Garðarsson s. 781 1779
Jonni og Ásdís s. 898 9402 / 824 7567
Fréttatilkynning