Uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks

Uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks í Skagafirði 2014 verður haldin í félagsheimilinu Ljósheimum laugardaginn 8. nóvember. Kynnt verður val á „Frjálsíþróttakarli og -konu Skagafjarðar“, einnig heiðraðir efnilegustu unglingarnir og veitt verða verðlaun fyrir framfarir og ástundun.

Að venju verða kræsingar á borðum og boðið uppá frábær skemmtiatriði. Hátíðin hefst kl. 18 en húsið opnar kl. 17:30. Nánari upplýsingar um matseðil og skráningarfrest er að finna á heimasíðu Tindastóls.

Fleiri fréttir