Uppskeruhátíð hestamanna í Skagafirði
Hestafólk í Skagafirði ætlar að halda sína uppskeruhátíð í Menningarhúsinu Miðgarði laugardaginn 30. október nk. þar sem veitt verða afreksverðlaun í reiðmennsku og hrossarækt ársins auk þess sem slegið er upp balli.
Það eru hestamannafélögin í Skagafirði; Léttfeti, Stígandi og Svaði auk Hrossaræktarsambands Skagafjarðar sem standa að hátíðinni sem verður glæsileg í alla staði.
Auk verðlaunaafhendingar verður boðið upp á veislumat, 40 ára afmæli Hrossaræktarsambandsins í máli og myndum og fleira skemmtilegt. Veislustjóri verður Tryggvi Jónsson kenndur við Dæli og Himmi Sverris mætir með spilafélaga sína þó ekki Magga Kjartans eins og misritaðist í auglýsingu og halda þeir uppi fjöri á ballinu fram á nótt.
Allt hestafólk í Skagafirði er hvatt til að taka kvöldið frá og mæta í hátíðarskapi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.