Uppskeruhátíð hestamanna í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður, Hestar
13.11.2014
kl. 12.10
Hrossaræktarsamband Skagafjarðar og hestaíþróttaráð UMSS boða til fagnaðar í Ljósheimum laugardaginn 22. nóvember kl. 20:30. Þar verða verðlaunuð þrjú efstu hross í hverjum flokki kynbótahrossa.
EInnig verður valið hrossaræktarbú Skagafjarðar árið 2014 og afreksknapar í ýmsum greinum hestaíþrótta. Í tilkynningu frá stjórn Hrossaræktarsambandið segir að veitingar og annars konar fóður verði í boði.