Úrkomumet júlímánaðar þegar slegið
Úrkoma hefur verið óvenju mikil á vestanverðu Norðurlandi það sem af er júlí. Munar mest um gríðarlega úrkomu fyrstu daga mánaðarins. Á Bergstöðum í Skagafirði, Brúsastöðum í Vatnsdal og á Ásbjarnarstöðum á Vatnsnesi er úrkoman nú orðin meiri en nokkurn tíma hefur mælst í júlímánuði öllum.
Þetta segir Trausti Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í svari við fyrirspurn sem Feykir sendi Veðurstofunni.
Á Stafni í Svartárdal, Litlu-Hlíð í Skagafirði og við Skeiðsfossvirkjun í Fljótum hefur úrkoman ekki enn ekki náð mestu mánaðarúrkomu alls í júlí en mögulegt er að svo verði áður en mánuðurinn er allur.
Er þar með slegið úrkomumet frá í fyrra þegar úrkoma á Bergsstöðum í Skagafirði var meiri fyrstu þrjár vikurnar í júlí, eða 56,4 mm, heldur en áður hafði veriðí áratugi. Munaði þó ekki miklu, t.d. árið 2001.