Úrslit í Skólahreysti í kvöld

Frækið lið Varmahlíðarskóla. Mynd af myndasíðu Varmahlíðarskóla.
Frækið lið Varmahlíðarskóla. Mynd af myndasíðu Varmahlíðarskóla.

Það verður full ástæða til að tylla sér fyrir framan sjónvarpsskjáinn í kvöld en þá mun lið Varmahlíðarskóla keppa í úrslitum Skólahreysti sem verður sjónvarpað á RÚV beint frá Laugardalshöllinni og hefst útsending klukkan 20:00.

Nemendur unglingastigs Varmahlíðarskóla tóku daginn snemma og lögðu af stað strax að loknum morgunverði ásamt nokkrum starfsmönnum skólans. Keppnisliðið mætti í Höllina um hádegisbil en stuðningsliðið hefur notað daginn til að spóka sig í höfuðborginni og byggja upp stemningu fyrir kvöldið þar sem hópurinn verður klæddur í bleikt og lætur trúlega mikið að sér kveða.

Áfram Varmahlíðarskóli!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir