Úrsmíðameistara minnst í Minjahúsinu
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
25.08.2014
kl. 09.42
Aage V. Michelsen afhenti Byggðasafni Skagfirðinga mynd af föður sínum sl. fimmtudag og verður henni komið fyrir á Michelsens úrsmíðaverkstæðinu í Minjahúsinu.
Á heimasíðu Byggðasafsins segir að faðir Aage, Jörgen Frank, sem var danskrar ættar, settist að á Sauðárkróki 1907 og setti upp úrsmíðaverkstæði 1909 sem hann starfrækti þar til 1945 eða þar til að hann flutti til Reykjavíkur og setti upp úrsmíðaverkstæði þar, sem enn starfar.