Úrsmíðameistara minnst í Minjahúsinu

Aage V. Michelsen afhenti Byggðasafni Skagfirðinga mynd af föður sínum sl. fimmtudag og verður henni komið fyrir á Michelsens úrsmíðaverkstæðinu í Minjahúsinu. 

Á heimasíðu Byggðasafsins segir að faðir Aage, Jörgen Frank, sem var danskrar ættar, settist að á Sauðárkróki 1907 og setti upp úrsmíðaverkstæði 1909 sem hann starfrækti þar til 1945 eða þar til að hann flutti til Reykjavíkur og setti upp úrsmíðaverkstæði þar, sem enn starfar.

 

Fleiri fréttir