Útafakstur vegna hálku

Að sögn lögreglunnar á Blönduósi hefur að undanförnu verið nokkuð um útafakstur í umdæmi hennar síðustu daga, vegna hálku. Í gær lenti bíll út af veginum skammt frá Stóru-Giljá, en erlendir ferðamenn sem í bílnum voru sluppu með minniháttar meiðsl.

Helgina áður, fyrir rúmri viku, lentu tveir bílar út af og ultu í Húnaþingi vestra. Annars vegar í Línakradal og hins vegar í Víðidal. Í báðum tilfellum sluppu þeir sem í bílnum voru með minniháttar meiðsl.

Fleiri fréttir