Útgáfutónleikar í tilefni af útkomu ORÐ

Um helgina halda siglfirsku Króksararnir Róbert Óttarsson og Guðmundur Ragnarsson útgáfutónleika í heimabæjum sínum, Sauðárkróki og Siglufirði, í tilefni af útkomu geisladisksins ORÐ. Tónleikar verða á Mælifell á morgun föstudag og hefjast kl. 21:00 en tónleikarnir í Rauðku á Siglufirði verða á laugardaginn og hefjast einnig kl. 21:00.

Þeir félagar eru báðir Siglfirðingar að uppruna en búsettir á Sauðárkrók. Einvala lið er þeim til aðstoðar á tónleikunum. Ungt og hæfileikaríkt tónlistarfólk frá Sauðárkróki, þau Sigvaldi, Sóla og Malen, hita upp fyrir báða tónleikana.

Hljómsveitina sem spilar með Róbert og Guðmundi skipa þau Sigfús Arnar Benediktsson á gítar, Rögnvaldur Valbergsson, á hljómborð, Margeir Friðriksson á bassa, Jóhann Friðriksson á trommur og bakraddir syngja Sigurlaug Vordís Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson og Gunnar Sandholt.

Geisladiskurinn ORÐ er kominn út og fæst í öllum betri verslunum. Ef þú átt ekki ORÐ þá geturðu bætt úr því hið fyrsta, segir í fréttatilkynningu um tónleikana.

http://youtu.be/oy0blKky-mA

HÉR má hlusta á titillag disksins.

Fleiri fréttir