Úthlutun byggðakvóta í Skagafirði

Atvinnu- og ferðamálanefnd Svf. Skagafjarðar fékk inn á borð til sín bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu varðandi umsókn sveitarfélagsins um byggðakvóta fiskveiðiársins 2011/2012.  Úthlutun ráðuneytisins er þannig að í hlut Hofsóss kemur 71 þorskígildistonn en Sauðárkróks 66 þorskígildistonn.

Málinu var vísað til nefndarinnar til meðferðar og umsagnar atvinnu- og ferðamálanefndar frá Byggðarráði sem felur starfsmönnum Markaðs- og þróunarsviðs að vinna tillögu til nefndarinnar um afgreiðslu málsins, en það verður tekið til afgreiðslu hjá nefndinni á næsta fundi hennar á á morgun þriðjudag, 17. jan.

Fleiri fréttir