Úthlutun verkefnastyrkja
Umsóknarfrestur um verkefnastyrki Menningarráðs Norðurlands vestra rann út 15. september sl. Alls bárust 48 umsóknir um almenna verkefnastyrki og 4 umsóknir um stærra samstarfsverkefni á sviði menningarmála. Samtals var óskað eftir tæpum 47 milljónir kr.
Á fundi sínum, 14. okt. sl., ákvað menningarráðið að úthluta almennum verkefnastyrkjum til 33 aðila og skipta þeim þremur milljónum, sem ætlaðar voru til stærra samstarfsverkefnis, milli þriggja aðila. Alls úthlutaði ráðið styrkjum að upphæð 18.850 þúsund.
Afhending verkefnastyrkja fer fram í Félagsheimilinu á Hvammstanga þriðjudaginn 28. október nk. kl. 17.00.
Eftirtaldir aðilar hlutu styrki:
1.600.000 kr. - Sögusetur íslenska hestsins, Hólum
- 2 verkefni: Stafrænt ljósmyndasafn um ísl. hestinn og Myndband um Skagfirðinginn Þormóð
1.500.000 - - Ópera Skagafjarðar
- Uppfærsla óperunnar Rigoletto
1.000.000 - - Vestrið ehf., Skagaströnd
- Uppbygging Kántrýseturs á Skagaströnd
1.000.000 - - Spákonuarfur ehf., Skagaströnd
- Afsteypa af Þórdísi spákonu
1.000.000 - - Menningarnefnd Blönduósbæjar
- Kvikmynd um stóðsmölun og réttir í Skrapatungurétt
1.000.000 - - Söngskóli Alexöndru – Tónlistarskóli A-Hún. – Tónlistarskóli V-Hún.
- Draumaraddir norðursins
1.000.000 - - Skotta kvikmyndafélag ehf. – Spákonuarfur ehf. – Forsvar
- Dansað á fáksspori
1.000.000 - - Jóhann Albertsson – Hjörtur Karl Einarsson – Páll Dagbjartsson
- Sagnafjör - reiðhallarleiksýningar
750.000 - - Byggðasafn Skagfirðinga
- Fornverkaskólinn – námskeiðahald
750.000 - - Húnaþing vestra
- Saga Hvammstanga II 1938-1998
750.000 - - Reykjahöfði ehf., Húnaþingi vestra
- Laugarbakki – menningar- og heilsusetur
750.000 - - Landnám Ingimundar gamla, A-Hún.
- Sögukort Vatnsdælasögu
750.000 - - Nes listamiðstöð, Skagaströnd
- Dvalar- og verkefnisstyrkir f. listamenn
750.000 - - Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi
- Endurútgáfa á bókinni Vefnaður e. Halldóru Bjarnadóttur
500.000 - - Guðmundur Helgason, Húnaþingi vestra
- Tónlist og ferðaþjónusta í skammdeginu
500.000 - - Bændasjóður Bólstaðarhlíðarhrepps, A-Hún.
- Ábúendatal Bólstaðarhlíðarhrepps 1703-2003
500.000 - - Sveitarfélagið Skagaströnd
- Heimildarmynd um Skagaströnd
500.000 - - Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna
- Herseta Breta í Hrútafirði - sýning
500.000 - - Nemendafélag FNV
- Leikverkið Á tjá og tundri e. Gunnar Helgason
- Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps, A-Hún.
- Hillingar - útgáfa geisladisks
- Karlakórinn Lóuþrælar, Húnaþingi vestra
- Útgáfa jólaplötu
- Leikfélag Sauðárkróks
- Leikverkið Pétur Pan
- Hagfélagið ehf., Húnaþingi vestra
- Mannlíf í Húnavatnssýslum - ljósmyndasýning
- Rósmundur G. Ingvarsson, Skagafirði
- Örnefnaskráning í Skagafirði
- Jónsmessunefnd Hofsósi
- Menningardagskrá á Jónsmessuhátíð
- Kirkjukór Flugumýrar- og Miklabæjarsókna, Skagafirði
- Tónleikaröð
- Feykir.is/Menningarhlekkur
- Menningardagskrá - vefsíðugerð
- Norðanátt.is, Húnaþingi vestra
- Menning og ferðaþjónusta - vefsíðugerð
- Baroksmiðja Hólastiftis
- Stofnun Baroksmiðju
- Varmahlíðarskóli, Skagafirði
- Menningararfurinn og heimabyggðin - vefsíðugerð
- Félag harmonikuunnenda í Skagafirði
- Tekið í belg – tónleikaröð
- Dansfélag eldri borgara í Húnaþingi vestra
- Fimir fætur - danssýning á Landsmóti UMFÍ
- Rósa Björnsdóttir, Skagafirði
- Tónfundir f. eldri borgara
- Aldís Fjóla Ásgeirsdóttir, Skagafirði
- Tónleikar í Sauðárkrókskirkju
- Handverkshópur eldri borgara í Húnaþingi vestra
- Leirlistarnámskeið
- Skagfirski kammerkórinn
- Kynslóðirnar kveðast á