Útileikur í kvöld hjá Meistaraflokki karla á móti Stjörnunni kl. 19:15

Tóti Túrbó í stuði... Mynd:davidmar.net
Tóti Túrbó í stuði... Mynd:davidmar.net
Jesús minn - hvernig er hægt að gleyma því að það sé leikur í kvöld... Mér tókst það næstum því. En Meistaraflokkur karla á leik við Stjörnuna og verður spennandi að fylgjast með vini okkar, honum Keyshawn Woods, í sínum fyrsta leik fyrir Tindastól á þessu tímabili.
 
Það eru ekki margir leikir eftir, sex með þessum, en það má segja að það sé nokkuð ljóst að ef Tindastóll vinnur ekki í kvöld, ásamt þeim leikjum sem eftir eru, að þá eru þeir í djúpum skí... Þ.e. ef þeir ætla sér í úrslitakeppnina í ár. En já það er bara að klæða sig í allt sem kallast happa, krossa fingur og vona það besta í kvöld... Dagskrá kvöldsins er sú að þeir sem eru fyrir sunnan skelli sér á Ölver kl. 16 og taki smá forskot á sæluna. Þaðan verður haldið í Umhyggjuhöllina kl. 18 og svo hefst leikurinn á slaginu 19:15. KOMA SVO STRÁKAR - ÞIÐ GETIÐ ÞETTA - ÁFRAM TINDASTÓLL  

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir