Útskrifuðust frá Opinni smiðju - Beint frá býli
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla
18.04.2018
kl. 10.03

Myndarlegur hópur áhugasamra framleiðenda Beint frá býli ásamt verkefnisstjóranum Halldóri Gunnlaugssyni lengst til hægri.. Mynd: PF.
Farskólinn á Norðurlandi vestra útskrifaði sl. mánudag þátttakendur sem stundað hafa nám í Opin smiðja - Beint frá býli. Smiðjan var kennd í samstarfi Farskólans, SSNV - samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd.
Í smiðjunni var lögð áhersla á hugmyndafræði ,,Beint frá býli“. Þátttakendur sóttu fyrirlestra fjölmargra leiðbeinenda í námsverið á Faxatorgi sem og að farið var í heimsóknir. Þá voru verklegir þættir kenndir í Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd.
Fjölmargir gestir voru viðstaddir útskriftina sem fengu að njóta glæsilegra veitinga sem þátttakendur höfðu útbúið með „Beint frá býli“ í huga.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.