Útsvarsliðið mætir Seltjarnarnesbæ annað kvöld
Fulltrúar Skagafjarðar í Útsvari, þær Erla Björt Björnsdóttir, Guðrún Helgadóttir og Guðrún Rögnvaldardóttir, komust áfram í aðra umferð spurningakeppni sveitarfélaganna og munu etja kappi við andstæðinga sína í liði Seltjarnarnesbæjar í Sjónvarpinu annað kvöld.
Skagafjörður var fyrsta sveitarfélagið til að tefla fram liði eingöngu skipað konum en í liði Seltjarnanesbæjar eru tvær konur og einn karl og mynda konur því mikinn meirihluta keppenda í sjónvarpssal annað kvöld.