Útsvarsprósentan verður 13,03

Byggðaráð Skagafjarðar ákváð á fundi sínum í gær að útsvarsprósenta í Sveitarfélaginu Skagafirði verði 13,03% árið 2009.
 

Jafnframt var á fundinum unnið með gögn vegna fjárhagsáætlunar ársins 2009. Á fund ráðsins komu til viðræðna Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs, Snorri Styrkársson formaður atvinnu- og ferðamálanefndar, María Björk Ingvadóttir frístundastjóri og Ivano Tasin forstöðumaður Húss frítímans.

Fleiri fréttir