Vagga söngs á Íslandi næst – Skagafjörður

-Þá er komið að því sem ég hef eiginlega svolítið mikið beðið eftir – að sækja Skagfirðinga heim. Mamma býr jú í Skagafirðingum og það verður einstaklega gaman að fá hennar nafn og Bjössa á blaðið, segir á Fésbókarsíðu Þjóðlags. Halldór Gunnar Pálsson kórstjóri Fjallabræðra vinnur nú að stóru verkefni þar sem hann fer um landið og tekur upp rödd þjóðarinnar sem mun hljóma í lokakafla lags sem hann hefur verið að vinna fyrir kórinn.

-Ég hef heyrt af því að margir kórmenn muni mæta í Miðgarð á morgun sunnudag til að syngja inn á lagið en upptökurnar hefjast klukkan 16. Það væri nú ekki úr vegi að þið, sem eruð að lesa þetta, deilið þessu eða hreinlega bara hringið í fólk í Skagafirðinum og látið vita af upptökunum. Hvað segið þið um það?, skrifar Halldór.

Allir eru hvattir til að mæta í Miðgarð og ljá laginu rödd sína sem fær að hljóma í risastórum kór – rödd þjóðarinnar.

Fleiri fréttir