Valdimar, Smári og Tómas hrepptu verðlaunasætin
Söngvarakeppni í Húnaþingi vestra fór fram á Sjávarborg síðast liðinn laugardag. Valdimar Gunnlaugsson sigraði í keppninni, en hann flutti lagið Everybody Knows.
Í öðru sæti var Smári Jósepsson en Tómas Örn Daníelsson hafnaði í því þriðja. Þau Birki Þór Þorbjörnsson og Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir hlutu verðlaun fyrir bestu búningana, sérstök diskódress.