Valin í Pressuliðið og Landsliðið í Vestmannaeyjum :: Íþróttagarpurinn Vala Björk Jónsdóttir

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U15 kvenna í fótbolta, valdi hóp fyrir úrtaksæfingar sem fram fór dagana 27. - 29. janúar nk. í Skessunni í Kaplakrika. Í þeim hópi var Vala Björk Jónsdóttir frá Hvammstanga sem nú býr í Hafnarfirði og æfir með Haukum. Vala Björk er dóttir Jóns Óskars Péturssonar og Ólafíu Ingólfsdóttur og er Íþróttagarpur Feykis þessa vikuna.

Árgangur: -2005.

Hvar ólstu upp? -Á Hvammstanga.

Íþróttagrein: -Fótbolti og Handbolti.

Íþróttafélag/félög: -Ég byrjaði að æfa með Kormáki á Hvammstanga, æfði einn vetur með NB í Álaborg en er núna að spila með Haukum.

Helstu íþróttaafrek: -Ég var valin Pressuliðið og Landsliðið í Vestmannaeyjum bæði í handbolta og fótbolta.

Skemmtilegasta augnablikið: -Að vera valin á æfingar með U15.

Neyðarlegasta atvikið: -Þegar ég datt um reimarnar á skónum mínum í leik og landsliðsþjálfarinn var að horfa á.

Einhver sérviska eða hjátrú? -Nei, engin.

Uppáhalds íþróttamaður? -Sara Björk og Alisson Becker.

Ef þú mættir velja þér andstæðing, hver myndi það vera og í hvaða grein mynduð þið spreyta ykkur? -Mig langar að prófa að keppa á móti Söru Björk.

Hvernig myndir þú lýsa þeirri rimmu? -Að Sara taki skot og ég verji það.

Helsta afrek fyrir utan íþróttirnar? -Að þora að taka þátt í Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra.

Lífsmottó: -Að halda alltaf áfram og hafa alltaf trú á því sem ég er að gera.

Helsta fyrirmynd í lífinu: -Sara Björk af því að mér finnst hún svo einbeitt í öllu sem hún gerir og er bara geggjuð.

Hvað er verið að gera þessa dagana? -Er bara á æfingum og svo aðstoða ég með 7. flokk kvenna í Haukunum.

Hvað er framundan? -Fara á Úrtaksæfingarnar.

 Áður birst í 3. tbl. Feykis 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir