Valt við Varmahlíð með 10 þúsund lítra af olíu

Tengivagn losnaði aftan úr olíubíl með þeim afleiðingum að hann valt út af þjóðsveginum rétt austan við Varmahlíð um hádegisbilið í dag. Í vagninum voru um 10 þúsund lítrar af gasolíu.

Bíllinn og vagninn eru í eigu Olíudreifingar og Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir ekki ljóst hvað varð til þess að tengivagninn valt. Þarna séu góðar aðstæður og beinn vegur. RÚV greindi frá þessu.
Haft er eftir Herði á RÚV.is að strax hafi verið reynt að tryggja að olía læki ekki niður og hans fyrstu upplýsingar bendi til að það hafi tekist að mestu. Hann segir nú unnið að því að tæma vagninn, sem sé mikið skemmdur eða jafnvel ónýtur.

Fleiri fréttir