Vanda fékk hvatningarverðlaun Dags gegn einelti

Lilja, Gunni og Vanda kát og hress. MYND: JFÞ
Lilja, Gunni og Vanda kát og hress. MYND: JFÞ

Dagurinn í dag, 8. nóvember, er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Í tengslum við daginn hafa verið veitt sérstök hvatningarverðlaun og í fyrra var það Vinaliðaverkefnið, sem Árskóli á Sauðárkróki hefur haldið um, sem hlaut verðlaunin. Í dag var það hinsvegar fyrrum nemandi skólans, Skagfirðingurinn Vanda Sigurgeirsdóttir, sem fékk hvatningarverðlaunin fyrir 30 ára starf að eineltismálum.

Það var Lilja D. Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sem veitti verðlaunin. Vanda, sem er lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands, hefur eflt fagfólk til athafna, unnið að rannsóknar- og þróunarstarfi, stutt foreldra, hjálpað börnum og verið kraftmikil baráttukona gegn einelti og fyrir markvissri íhlutun og forvörnum. 

Salka Sól Eyfeld (tengdadóttir Skagafjarðar) sagði frá verkefninu Krakkar með krökkum sem þær hafa unnið að saman með Heimili og skóla. Kallaði hún Vöndu rokkstjörnu í eineltismálum sem er skemmtilega að orði komist. 

Vanda tileinkaði verðlaunin móður sinni, Dóru Þorsteinsdóttur. Feykir óskar Vöndu til hamingju með daginn og heiðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir