Vantar þig flottan kjól fyrir jól?
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
29.10.2010
kl. 08.39
Það stefnir í hörku Flóamarkað í Félagsheimilinu á Blönduósi laugardaginn 30. október næstkomandi. Markaðurinn hefst klukkan 13 og stendur til klukkan17. Þegar hafa allmargir pantað söluborð og verður bæði notað og nýtt á boðstólnum.
Í búningageymslu leikfélagsins kennir ýmissa grasa og verður hægt að gera ótrúlega góð kaup í kjólum, kápum, handtöskum,jakkafötum og mörgu öðru skrítnu og skemmtilegu.
Flóamarkaðir eru skemmtilegt fyrirbær og er fólk hvatt til þess að kíkja við í Félagsheimilið á Blönduósi missa sig svolítið í að gramsa, hver veit nema þarna leynist rétti kjóllinn fyrir jólin.