Var þetta eitthvað sem hrökk út úr Álfheiði?
Örn Ragnarsson, læknir hafði spurningar til Guðbjarts Hannessonar en Örn vildi í 1. lagi fá að vita hvort það var einhver skrifstofumaður í ráðuneytinu sem tók þessa ákvörðun eða byltingu á heilbrigðiskerfinu eða var þetta bara eitthvað sem hrökk út úr Álfheiði Ingadóttur einn góðan veðurdag?
Önnur spurning Arnar var á þá leið að hann vildi fá útskýringu á fjárveitingu per íbúa. Það er að hvers vegna hver Skagfirðingur sé metinn á 137 þúsund krónur, hver Vestlendingur á 225 þúsund krónur og á stofnun í Reykjavík 250 þúsund krónur per sjúkling þegar fjárveiting er ákveðin. Sagðist Örn lítið botna í þessu og spurði að lokum hvort þetta væri nokkuð reiknað út eftir kílóverði.
Óskaði Örn þess að þingmenn bæru Guðbjarti spurningar sínar sem Feykir.is gerir hér og nú.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.