Varað við stormi á morgun
Á Ströndum og Norðurlandi vestra er breytileg átt 3-8 m/s, skýjað með köflum og þurrt að kalla. Gengur í suðaustan 10-18 í kvöld með snjókomu, en síðar slyddu og hiti rétt yfir frostmarki. Veðurstofan varar við stormi eða jafnvel roki allvíða um land á morgun. Hægari sunnanátt í nótt og úrkomulítið, en suðvestan 18-25 uppúr hádegi á morgun með éljum. Hiti um frostmark.
Á vef Vegagerðarinnar er vakin athygli á því að flughált verður þegar leysir og einkum á það við um vegi á vestanverðu landinu.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Suðvestan 8-15 m/s og dálítil él um landið V-vert, en annars bjart á köflum. Vægt frost. Suðlægari undir kvöld með slyddu eða rigningu á S- og V-landi og hlýnandi veðri.
Á þriðjudag:
Suðvestan 8-15 m/s með skúrum og síðar éljum, en léttir til NA- og A-lands. Dregur úr vindi seinnipartinn, einkum N-til. Hiti nálægt frostmarki.
Á miðvikudag:
Norðvestan og norðan 3-10 m/s. Dálítil él um landið N-vert, annars yfirleitt þurrt. Hvessir með snjókomu N-til síðdegis, fyrst á annesjum. Frost 0 til 7 stig.
Á fimmtudag:
Ákveðin norðanátt með ofankomu fyrir norðan, en yfirleitt þurrt syðra. Hiti breytist lítið.
Á föstudag:
Útlit fyrir hægt minnkandi norðanátt með éljum, en úrkomulaust um landið S-vert. Kólnandi veður.