Vatnsveitur á lögbýlum
Matvælastofnun hefur opnað fyrir umsóknir um styrki vegna vatnsveitna á lögbýlum í samræmi við reglugerð um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til vatnsveitna á lögbýlum. Á heimasíðu MAST kemur fram að umsóknum um stuðning skal skilað inn rafrænt á Bændatorginu eigi síðar en 1. mars og verður umsóknarfrestur ekki framlengdur.
Fylgigögn sem skila þarf með umsókn eru:
Mat Búnaðarsambands á þörf býlis fyrir framkvæmd
Kostnaðar- og framkvæmdaráætlun
Sé um byggingu að ræða skulu fylgja teikningar
Stuðningur fyrir hverja framkvæmd getur að hámarki numið 44% af stofnkostnaði við vatnsveitu til heimilis- og búsþarfa.