Vaxandi norðanátt með snjókomu
Það hefur vart farið framhjá íbúum á Norðurlandi vestra að veðurstofan hefur varað við áhrifum vetrar konungs næstu daga. Stormviðvörun hefur verið gefin út fyrir landið og í nýjustu veðurspá fyrir Strandir og Norðurland vestra er gert ráð fyrir vaxandi norðan átt með snjókomu, 15-23 metrum síðdegis.
Dregur úr vindi og ofankommu í nótt og í fyrramálið, norðvestan 5-10 síðdegis á morgun og úrkomulítið. Hiti um frostmark. Nú rétt fyrir hádegi voru 15m/S við Stafá en 17 m/s á Siglufjarðarvegi. Þá voru 7 m/s og hálkublettir á Vatnsskarði, 19 m/s a Blönduósi en 14 á Þverárfjalli. Á Gauksmýri voru 5 m/s og hálkublettir á þjóðvegi 1 í Húnaþingi vestra.
Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd úr vefmyndavél á Holtavörðuheiði er snjóföl á Holtavörðuheiði og hálka er í Hrútafirði.