Vaxandi suðaustan átt og snjókoma upp úr hádegi
Vaxandi suðaustan átt, 10-18 verður á Ströndum og Norðurlandi vestra upp úr hádegi, snjókoma og minnkandi frost. Hægari sunnan átt og él í kvöld. Suðvestan 10-18 á morgun og éljagangur. Frost 0 til 6 stig. Það er snjóþekja og hálka á flestum vegum á Norðurlandi.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Norðaustan 8-15 og snjókoma með köflum á Vestfjörðum, annars hægari breytileg átt og úrkomulítið, en él með S- og A-ströndinni. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum.
Á föstudag:
Norðaustan 5-13 m/s, en 10-18 NV-til. Snjókoma eða él, en þurrt S-lands. Hiti breytist lítið.
Á laugardag:
Vaxandi suðaustanátt og fer að snjóa S- og V-lands, hvassviðri og slydda eða rigning um kvöldið. Hægari vindur og úrkomulítið á NA-verðu landinu. Hlýnandi í bili.
Á sunnudag:
Breytileg átt og víða él, en snjókoma við N-ströndina. Kólnandi veður.
Á mánudag:
Norðlæg átt og snjókoma eða él, en úrkomulítið á S- og SV-landi. Frost 0 til 7 stig.